SÍMI: 690 0728
NETFANG: info@GobbiGobb.is
Sumarnámskeið 2024
Í sumar erum við með tvennskonar námskeið. Hefðbundið Sveitanámskeið og svo Sveitanámskeið II, sem eru sjálfstæð framhaldsnámskeið fyrir þau sem hafa komið áður.
Inntak námskeiðanna er leikur, gleði og nánd við náttúruna og dýrin.
Á hvert námskeið komast aðeins 10 krakkar.
Á bænum okkar eru hestar, hænur og hænuungar, hundar og kettir. Við búum líka svo vel að hafa fjöruna í bakgarðinum og nýtum okkur það.
Umsjónarmaður námskeiðanna er Sjöfn Þórarinsdóttir tómstundafræðingur. Yfir vetrarmánuðina er hún starfandi æskulýðsfulltrúi í Selfosskirkju en á sumrin á GobbiGobb hug hennar allan.
Sveitanámskeið
Sveitanámskeiðið er svo sannarlega búið að festa sig í sessi og mörg börn líta á það sem ómissandi hluta af sumrinu að koma á Sveitanámskeið GobbiGobb.
Á námskeiðinu lærum við að umgangast hestana, kembum þeim og klöppum. Setjumst jafnvel á bak og förum nokkra hringi í gerðinu.
Fjaran er líka stór partur af námskeiðinu og það er mjög vinsælt að fara niður í fjöru að veiða hornsíli eða vaða. Auk þess þá förum við í allskonar leiki og gerum eitt og annað skemmtilegt. Í lok námskeiðsins förum við í ratleik og grillum sykurpúða.
Námskeiðið eru frá mánudegi til föstudags, fyrir eða eftir hádegi.
Eftirfarandi námskeið eru í boði sumarið 2024.
10. - 14. júní - frá 9:00-12:00 - FULLT -
18. - 21. júní - frá 13:00-16:00 - 4ra daga námskeið - FULLT -
24. - 28. júní - frá 9:00-12:00 -FULLT -
1. - 5. júlí - frá 9:00-12:00 - FULLT -
15. - 19. júlí - frá 13:00-16:00 - FULLT -
22. - 26. júlí - frá 9:00-12:00 - FULLT -
Verð 18.900 kr.
Hægt er að nýta frístundastyrk Árborgar fyrir þetta námskeið.
Sveitanámskeið II
Sveitanámskeið II er sjálfstætt framhaldsnámskeið.
Athugið að krakkarnir eru velkomnir á sveitanámskeið II þó þau hafi ekki komið áður á sveitanámskeið til okkar.
Það byggir á sama grunni og hefðbundið sveitanámskeið; útivera, tengsl við náttúruna, og hestana eru stærstu þættir námskeiðsins. En við verðum einnig með ný verkefni og leiki fyrir krakkana að takast á við.
Námskeiðið er frá mánudegi til föstudags.
Eftirfarandi námskeið eru í boði sumarið 2024.
24. - 28. júní - frá 13:00-16:00 - FULLT -
8. - 12. júlí - frá 9:00-12:00 - FULLT -
15. - 19. júlí - frá 9:00-12:00 -FULLT-
22. - 26. júlí - frá 13:00-16:00
Verð 18.900 kr.
Hægt er að nýta frístundastyrk Árborgar fyrir þetta námskeið.
Smáa letrið
Allir þurfa að hafa með sér létt nesti og koma hlýlega klæddir, hafgolan getur verið köld þó það sé sumar. Pollaföt eða utanyfirbuxur eru einnig hið mesta þarfaþing. Stígvél eru eðal skóbúnaður í sveitastússið og gott er að vera með buff til að nota undir reiðhjálmana.
Veittur eru 10% systkinaafsláttur.
Vinsamlegast skrifið í athugasemd við skráningu ef um systkini er að ræða og þið fáið sendan greiðslulink með afslættinum.
Ekki er hægt að samnýta afslætti.
Ef færri en fimm þátttakendur eru skráðir á námskeið áskilum við okkur rétt til að fella námskeiðið niður og námskeiðsgjaldið verður endurgreitt.