top of page

UM GOBBIGOBB

Við hjá GobbiGobb erum með námskeið fyrir hressa krakka á öllum aldri á sumrin.

Við erum óhrædd við að fara okkar eigin leiðir og leggjum áherslu á að börnin læri að umgangast dýrin. Hestar fá stórt hlutverk á námskeiðunum okkar og okki finnst mikilvægt að börnin kynnist hestunum og fái tækifæri tengist þeim. Þess vegna fá þau að stússast í kringum þá og gera sem mest sjálf. Við hvetjum þau til að hjálpast og styðja hvert annað, en auðvitað erum við alltaf innan seilingar.

Inntak námskeiðanna er fyrst og fremst leikur og gleði en jafnframt nánd við dýrin og náttúruna. Áhersla er lögð á jákvætt og uppbyggjandi andrúmsloft og við mætum krökkunum þar sem þeirra þroski og geta liggur. 

Sjöfn er menntaður tómstundafræðingur og er með mikla reynslu í því að vinna með börnum í leik og starfi.
 

Á námskeiðunum okkar hafa krakkar jafnt 4ra og 15 ára notið sín í botn og farið heim reynslunni ríkari. 

Í DAGSINS ÖNN

GobbiGobb
Baugsstöðum

Við þjóðveg 33
801 Selfoss

bottom of page