top of page
Á Baugsstöðum erum við með með hunda, kött, og hænur. Svo skipa hestarnir stóran sess á bænum.
Í fjörunni er svo að finna allskonar dýralíf. 
Hornsílaveiðar eru eitthvað sem nær allir krakkar sem komið hafa að Baugsstöðum hafa reynt, með misgóðum árangri þó. Horsílunum er alltaf sleppt aftur eftir veiðina.

 
IMG_20200623_093056.jpg
Skáti 
Skáti er draugmoldóttur klár. Hann hefur aldrei farið í formlega tamningu. Hann er samt sem áður einn ljúfasti hestur sem maður þekkir. Forvitinn, traustur og nærgætinn við krakkana. 
IMG_20200626_133834.jpg
Höfði ​
Höfði er jarpur, breiðblesóttur, glaseygður klár. Hann er sem sagt með blá augu. Hann er mikill karakter og lætur alveg vita hvað hann vill og hvað ekki. En alla jafna vill hann bara vera með og setur ekkert út á það að vera kembdur og strokinn daginn út og daginn inn. 
bottom of page