top of page

Dýrin á bænum

Á Baugsstöðum er einn hundur, fjórir kettir, fullt af hænum og hestum. 

Í fjörunni er svo að finna allskonar dýralíf, til dæmis hornsíli, marflær og brunnklukkur. 
Hornsílaveiðar eru eitthvað sem nær allir krakkar sem komið hafa að Baugsstöðum hafa reynt, með misgóðum árangri þó. Horsílunum er alltaf sleppt aftur eftir veiðina.

 

Hér fyrir neðan munu koma myndir og upplýsingar um dýrin okkar.
(þetta er enn verk í vinnslu)

Vakri-Skjóni

Fæddur: 2002

Litur: Jarp-skjóttur 

Hann er ferlega klár og kann bæði að opna dyr og hlið á girðingum. Honum finnst hænumatur sérlega góður og stundaði það á tímabili að opna dyrnar að geymslunni þar sem hann var.

Vakri Skjóni.jpg

Höfði

Fæddur: 2003

Litur: Jarpur, breiðblesóttur, glaseygður

Höfði er vinur allra. Hann vill vera með í stuðinu og er alla jafna fyrstur til að heilsa upp á mann. Hann er mjög faxprúður, sem er frábært, því þá er hægt að gera svo mikið fallegt í faxið á honum.

Höfði.jpg

Skáti

Fæddur: 2007

Litur: Draug-moldóttur, stjörnóttur

Skáti er hvers manns hugljúfi. Hann hefur endalausa þolinmæði fyrir krökkunum og kippir sér ekkert upp við það ef það eru læti og hamagangur í kringum hann.

Skáti.jpg

Blæja

Fædd: 2009

Litur: Rauð, breið-blesótt

Blæja er algjör dúlla. Hún er mjög prúð við krakkana og vandar sig mikið í kringum þá. Hinsvegar hefur hún lítið hjarta og hefur ekki enn fundið kjarkinn til að gera allar þrautirnar í gerðinu. 

Blæja.jpg
bottom of page