top of page

Sveitadagar

Þar sem gestir og gangandi geta komið í heimsókn og notið þess sem við höfum uppá að bjóða. 

Hvað verður í boði?

  • Hestaklapp - Þátttendur mega klappa og kemba hestum, greiða fax og gera þá fína. 

  • Hestateyming - Teymt er undir þátttakendum í þrautabraut (þátttakendur mega einnig teyma hestana sjálfir í þrautabrautinni ef þeir vilja)

  • Bátasmiðja - Þátttakendur geta smíðað eigin bát og farið með niður í Lindir að sigla 

  • Hornsílaveiðar - Þátttakendur geta fengið háfa og krukkur til að veiða (og sleppa) hornsílum. 

  • Sykurpúðagrill - Hálftíma fyrir lokun grillum við sykurpúða niðri í fjöru.

Hægt verður að klappa og kemba hestunum í krók og kima. Einnig verður teymt undir krökkunum í gegnum þrautabraut í reiðgerðinu. Þeir sem vilja geta svo fengið háf og krukku til að veiða hornsíli niðri í Lindum

Hvað kostar?

Þátttökustimpill kostar 3.750 kr

foreldrar sem fylgja börnum sínum þurfa ekki að greiða fyrir sig.
Þess ber að geta að börn eru ávallt á ábyrgð foreldra sinna og
við gerum ráð fyrir að yngri börn séu undir eftirliti þeirra.

Hvenær eru sveitadagarnir?

Næstu sveitadagar eru laugardaginn 20. júlí
frá klukkan 13:00-16:00

Þarf ég að bóka eða panta?

​Nei, þú þarft hvorki að bóka né panta ef þig langar að koma, 
bara mæta á opnunartíma. 

Ef veður er gott þá má taka með sér nesti og teppi
og fara í lautarferð á túninu. 

Er eitthvað sem þarf að huga að?

 Yfirleitt er kaldara á Baugsstöðum en í nærliggjandi bæjum, svo við mælum með að fólk sé með hlý föt með sér.

Gott er að taka með buff til að hafa undir hjálmnum. 

Eins hafa margir óvart blotnað við hornsílaveiðar, svo það er ekki vitlaust að vera með handklæði, auka buxur, sokka og jafnvel skó.

bottom of page